Það er ekki lengur fullt tungl og þar með er alvarlegri geðveilu og noju lokið, ekkert smá fegin. Ég verð að vera duglegri að fylgjast með gangi himintunglanna, það er eina hughsanlega skýringin á hugsanagangi seinustu viku, tunglið gerði mig klikkaða. En nú er tunglið farið að minnka aftur og gamla góða Sigga er farin á stjá, svaka glöð. í fréttum er það helst að
a) ég er heil á geði
b) það er búið að loka Mojito en það verður í staðinn smá game niðri á Apóteki um helgar
c) ég er byrjuð í skólanum and loving it!! reyndar alveg nýbyrjuð, varla byrjuð, en hef hafið lestur á mínu ástkæra efni, sálfræði, ég er í skóla :)
d) það eru pælingar á lofti um að ég skipti um herbergi og fari í stofuna og að hún verði mitt herbergi og svo öfugt, ég veit ekki alveg með það, ég elska herbergið mitt fyrir utan augljósa vöntun á hurð...
e) ég held að ég sé loksins loksins hætt á Prikinu, ég er samt ekki viss, en krosslegg fingur
Jamms, fljótleg yfirferð.
Ég er á fullu að skrifa næstu grein sem fór frá því að vera svoldið yfirborðskennd umfjöllun í það að vera eins og rifin úr dagbókinni minni, smá fiffingar hér og þar og svo sendi ég Hödda hana.
Ég held að í gær hafi ég fundið sálufélagann minn. Frekar merkilegt það.
Ég er á leiðinni til Keflavíkur á Ljósanótt þar sem ég og Marel ætlum að mála bæinn rauðann...eða svona þannig, nammi namm get ekki beðið eftir að fara á SOHO að fá mér að borða!! já svo er bara vinna í kvöld en verð búin svona frekar snemma þannig að kannski maður kíkji á rölt, þá sjaldan maður lyftir sér upp.
Heyrðu heyrðu, hvað hef ég alltaf sagt um dating árstíða hringinn, um það hvenær þú munt eiga von á erfiðleikum í sambandinu og hugsanlegu brake-upi? Sko, það er nú bara ekki í minna blaði en Biblíunni, Cosmo, þar sem þau skipta þessu einmitt niður og gefa skýringar á, eins og ég hef bara alltaf sagt, allir alltaf að hlusta á mig, ég veit svona hluti. By the way , fyrir ykkur sem vitið ekkert hvað ég er að tala um þá er þetta málið með 3.mán,6.mán,9.mán,eitt ár, eitt og hálft og svo tvö og jafnvel 3, eftir þetta ertu semi safe, allavega ekkert sjokkernadi brake up, en ég finn það bara á sjálfri mér að hlutirninr verða skrýtnir á þessum tímamótum.
Það eru allir að hætta saman, pör passið ykkur, það gengur flensa.
Vikan er búin að fara í miklar geðshræringar, bjórdrykkju, vöku framm eftir og gráti yfir rómantík og sætum hlutum, kannski helgin verði bara róleg.
Ég kveð að sinni
Sigga D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli